Farþegaflug Icelandair eykst milli mánaða

Farþegum Icelandair fjölgaði á milli mánaða.
Farþegum Icelandair fjölgaði á milli mánaða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarfjöldi farþega hjá Icelandair í júní var rúmlega 19 þúsund samanborið við um 553 þúsund á sama tíma í fyrra, sem er um 97% samdráttur á milli ára. 

Þetta er þó töluverð aukning frá því í maímánuði þegar heildarfjöldi farþega var aðeins um þrjú þúsund. 

Heildarframboð minnkaði um 96% á milli ára eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Fjöldi farþega hjá Air Iceland Connect var um 12 þúsund í júní og fækkaði um 52% á milli ára. Framboð minnkaði um 63%. 

Flutningastarfsemi Icelandair gekk þó vel í júní og drógust fraktflutningar aðeins saman um 9% á milli ára. Samdrætti í farþegaflugi hefur verið mætt með auknum ferðum fraktvéla félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu. 

Icelandair hóf að auka áætlunarflug á ný 15. júní þegar aflétting ferðatakmarkana hófst í Evrópu. Lögð hefur verið áhersla á að halda uppi lágmarksflugsamgöngum til og frá landinu undanfarnar vikur og mánuði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK