15% verðhækkun hjá World Class

World Class.
World Class. Kristinn Magnússon

Lík­ams­rækt­ar­keðjan World Class hef­ur hækkað verð á al­menn­um kort­um um 15%. Verðið hafði verið óbreytt frá árs­byrj­un 2014.

Björn Leifs­son, stofn­andi og einn eig­enda World Class á Íslandi, seg­ir það hafa verið óhjá­kvæmi­legt að hækka verðið. Til að mynda hafi launa­vísi­tala hækkað um 56% frá árs­byrj­un 2014 og vísi­tala neyslu­verðs hækkað um 15,2%, en kort­in staðið í stað. Þá hafi til dæm­is gjald fyr­ir sund­ferð hækkað um 102% á tíma­bil­inu.

„Það hlýt­ur að segja sitt um að það hafi skap­ast þörf fyr­ir hækk­un. Jafn­framt reynd­ist kór­ónu­veir­an okk­ur dýr. Það eru sex og hálft ár síðan ég hækkaði verðið síðast. Það er senni­lega ekk­ert fyr­ir­tæki á Íslandi sem get­ur státað af því. Ég var orðinn ódýr­ast­ur á markaðnum. Önnur fyr­ir­tæki sem eru með lægra þjón­ustu­stig en við vor­um orðin dýr­ari,“ seg­ir Björn.

Fær meira fyr­ir þjón­ustu

„Við höf­um opnað marg­ar stöðvar síðan í árs­byrj­un 2014. Fólk er því að fá miklu meira fyr­ir pen­ing­inn en fyr­ir sex og hálfu ári,“ seg­ir Björn um þjón­ustu­stigið.

Eft­ir hækk­un­ina fer mánaðarleg áskrift úr 6.830 krón­um í 7.850 krón­ur og hækk­ar því um 15%. Um leið hækk­ar baðstofu­kortið í Laug­um úr 19.900 í 22.000 á mánuði. Það er um 10% hækk­un. Þegar verðið hækkaði síðast 2. janú­ar 2014 hækkuðu al­mennu árskort­in um 2,8%. Björn seg­ir að síðan hafi hús­næðis­kostnaður, raf­magn og vatn hækkað í verði og laun hækkað mikið.

Opna nýj­ar stöðvar

Fram kom í sam­tali ViðskiptaMogg­ans við Björn í lok maí að World Class hefði tapað um 600 millj­ón­um króna vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Fé­lagið hefði fjár­magnað upp­bygg­ing­una í sam­komu­bann­inu með 500 millj­óna yf­ir­drætti hjá viðskipta­banka.

Björn seg­ir áformað að taka nýja stöð við sund­laug­ina á Hellu í notk­un í lok júlí. Þá verði ný World Class-stöð opnuð í Grósku í Vatns­mýri í lok ág­úst og ný stöð við Kringl­una í lok sept­em­ber. Jafn­framt sé verið að leggja loka­hönd á stækk­un World Class-stöðvar í Valla­hverf­inu í Hafnar­f­irði.

Aðspurður seg­ir hann kór­ónukrepp­una ekki hafa haft önn­ur áhrif á upp­bygg­ingu fé­lags­ins en að fresta stækk­un stöðvar­inn­ar við sund­laug­ina á Sel­fossi.

Velta World Class var um 3,6 millj­arðar í fyrra og var launa­kostnaður um 500 millj­ón­ir. Kort­haf­ar voru um 49.300 í mars, fyr­ir far­ald­ur­inn, en eru nú um 46.500.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK