Icelandair og lettneska flugfélagið airBaltic hafa gert samstarfssamning um sammerkt flug félaganna. Það þýðir að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Þannig geta viðskiptavinir Icelandair keypt einn farseðil frá Íslandi eða Bandaríkjunum til fjölda áfangastaða airBaltic í Eystrasaltsríkjunum og Austur Evrópu. Á móti, geta viðskiptavinir airBaltic keypt miða til Íslands og yfir hafið til fjölda áfangastaða Icelandair í Norður Ameríku.
Í tilkynningu frá Icelandair er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að samstarfið styrki Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöðun og styður við fjölgun ferðamanna.