Hætta að notast við breiðþoturnar

Boeing 747 þota frá British Airways.
Boeing 747 þota frá British Airways. AFP

Flugfélagið British Airways hefur gefið út að það hyggist bregðast við stöðunni, sem upp er komin vegna faraldurs kórónuveiru, með því að hætta að notast við Boeing 747 breiðþotur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 

Af um 300 flugþotum félagsins eru rétt um 31 af framangreindri tegund. Vélarnar eru gríðarlega stórar hafa um nokkurt skeið verið taldar óhagkvæmar í rekstri. Flugfélagið hafði áður gefið út að vélarnar yrðu í notkun til ársins 2024. 

Með fallandi eftirspurn í kjölfar faraldursins er ljóst að umrædd plön hafa breyst. 747 þoturnar hafa verið í flota fyrirtækisins allt frá árinu 1989. Í tilkynningu British Airways kemur fram að ákvörðunin hafi verið þungbær. 

„Það er erfitt að greina frá því að við höfum ákveðið að hætta að notast við 747 þoturnar í ferðum á vegum British Airways. Ákvörðunin tekur gildi strax. Það er sömuleiðis mjög ólíklegt að við munum sjá „drottningu háloftanna“ fljúga hjá okkur aftur,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK