Gestafjöldi hjá parinu Guðmundi Fannari Markússyni og Rannveigu Ólafsdóttur, sauðfjár- og hjólabændum á Mörtungu 2, austan við Kirkjubæjarklaustur, hefur tvöfaldast frá árinu 2018 en saman reka þau fyrirtækið Iceland Bike Farm.
Það býður upp á 2-3 tíma og 4-6 tíma hjólatúra á kindastígum á 11.000 hektara landsvæði þeirra og leigir einnig fjallahjól ef fólk á ekki slíkan grip. Því til viðbótar hafa gistimöguleikar einnig bæst við nú í sumar en pláss er fyrir átta manns í tveimur kofum.
Að sögn Guðmundar, eða Mumma eins og hann er alltaf kallaður, tóku þau við búskapnum á Mörtungu árið 2013 og varð Rannveig þar með fimmti ættliðurinn til þess að stunda búskap á bænum. Eiga þau 200 rollur, hesta og hænur, sem Mummi kallar hálfgerðan „hobbíbúskap“ nú um stundir enda sé umstangið í kringum hjólatúrareksturinn orðið töluvert.
Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.