Baldvin Már Hermannsson, forstjóri flugfélagsins Atlanta, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að áætlanir félagsins geri nú ráð fyrir að ekkert farþegaflug verði á vegum félagsins fyrr en á næsta ári.
Eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í mars hætti félagið öllu farþegaflugi tímabundið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í marsmánuði. Saudi Arabian Airlines hefur leigt sjö farþegavélar af Atlanta í blautleigu svokallaðri. 65-70% tekna Atlanta hafa komið af farþegaflugi.
Baldvin segir að Saudi Arabian Airlines hafi nú formlega sagt upp samningi sínum við Atlanta en viðræður um framhald viðskipta standi yfir. Þær eru í góðum farvegi að sögn Baldvins. „Samningum var sagt upp formlega þar sem Saudi Arabian Airlines er ábyrgt fyrir ákveðnum lágmarksgreiðslum til okkar meðan samningurinn er í gildi,“ útskýrir Baldvin.
Á síðasta ári var Atlanta með fimmtán vélar í rekstri að sögn Baldvins, sjö fraktvélar og átta farþegavélar. „Staðan er nú þannig að allar farþegavélarnar eru á jörðinni.“
Fréttina má lesa í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.