Rekstrartapið 13-15 milljarðar

Hlutafjárútboð er fyrirhugað í ágúst.
Hlutafjárútboð er fyrirhugað í ágúst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Afkoma Icelandair á öðrum ársfjórðungi 2020 var neikvæð um 13,7-15,1 milljarð íslenskra króna, samkvæmt bráðabirgðauppgjöri sem birt var í dag. Hreinar rekstrartekjur voru sem sagt mínus 100-110 milljónir bandaríkjadala en voru -24 milljónir á sama tímabili 2019. 

Tekjur félagsins drógust saman um 85% á milli ára og námu um 60 milljónum bandaríkjadala, andvirði um 8,2 milljarða króna. Á öðrum ársfjórðungi 2019 voru tekjurnar 403 milljónir dala.

Handbært fé félagsins nam í lok fjórðungsins 154 milljónum bandaríkjadala.

Í tilkynningu um bráðabirgðauppgjörið segir að reksturinn hafi orðið fyrir miklum áhrifum af kórónuveirunni, ferðabönnum tengdum henni og tilheyrandi samdrætti í spurn eftir flugi.

Gefið hefur verið út að félagið þurfi að safna hátt í 30 milljörðum króna í nýju hlutafé og útboð fer fram um miðjan ágúst þar sem vonast er til að það gangi eftir. Í tilkynningunni segir að félagið sé á lokastigum í viðræðum við kröfuhafa en niðurstaða þarf að fást í þær fyrir útboðið. Samningarnir eiga að liggja fyrir fyrir lok mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK