86% tekjufall hjá American Airlines

American Airlines við landgönguhlið.
American Airlines við landgönguhlið. AFP

Bandaríska flugfélagið American Airlines gaf í dag út uppgjör fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Meðal þess sem þar kemur fram er að tekjufall fyrirtækisins á tímabilinu er um 86% samanborið við sömu mánuði í fyrra. 

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að tap ársfjórðungsins sé rétt ríflega tveir milljarðar Bandaríkjadala. Til samanburðar var hagnaður af starfsemi fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi í fyrra og nam hann rétt um 662 milljónum Bandaríkjadala. Breytinguna er hægt að rekja til heimsfaraldurs kórónuveiru. 

Forstjóri American Airlines, Doug Parker, segir að faraldurinn hafi haft víðtæk áhrif á reksturinn. Þannig hafi eftirspurn hrunið á einu augabragði. „Þetta hefur verið einn erfiðasti ársfjórðungur í sögu fyrirtækisins,“ var haft eftir forstjóranum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK