MAX-vélar skrefinu nær að komast í loftið

Kyrrsettar Boeing 737-Max flugvélar
Kyrrsettar Boeing 737-Max flugvélar AFP

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa tekið skref í þá átt að létta flugbanni af Boeing 737-MAX. Eftir flugprófanir um síðustu mánaðamót tekur nú við 45 daga tímabil þar sem aðilar geta gert athugasemdir við ferlið og lofthæfi vélarinnar.

FAA segir þetta mikilvægan áfanga við prófun vélarinnar, en tekur jafnframt fram að mörg skref þurfi enn að taka áður en vélin fær grænt ljós á að snúa aftur í loftið. Líklegt er að þessum áfanga ljúki í lok september. Boeing hafði áður sagt líkur á því að vélin fengi hæfisvottorð á þriðja fjórðungi ársins.

Flugvélartegundin var fyrst kyrrsett í mars 2019, eftir tvö alvarleg flugslys Lion Air og Eþiopian Airlines, en samtals fórust 346 manns í þeim slysum. Icelandair hefur tekið við sex Boeing 737-MAX, sem félagið gerði samning um að kaupa. Félagið skoðar nú hvort möguleiki er að komast undan þeirri kaupskyldu, en 10 vélar eru enn óafhentar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK