COVID kostaði 30 milljarða

Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. mbl.is/Arnþór

Framboð í farþegaflugi hjá Icelandair dróst saman um 97% í öðrum ársfjórðungi og farþegum fækkaði um 98%. Á sama tíma tvöfölduðust flugtímar í fraktflugi í fjórðungnum. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri Icelandair sem birt var í kauphöll rétt í þessu.

Þar kemur einnig fram að tap félagsins hafi numið 12,3 milljörðum króna. Einskiptiskostnaður vegna kórónaveirunnar nam 5,9 milljörðum króna í öðrum ársfjórðungi 2020 og 30,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins.

Eigið fé félagsins nam tæpum 16 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 11%. Lausafjárstaðan voru 21,3 milljarðar króna í lok júní.

„Við þurftum að grípa til erfiðra en nauðsynlegra aðgerða í fjórðungnum til að draga úr kostnaði og útflæði fjármagns sem meðal annars fólu í sér verulegar uppsagnir og breytingar á skipulagi félagsins. Vinna við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins hefur staðið yfir undanfarnar vikur og stefnum við að því að ljúka samkomulagi við helstu hagaðila fyrir lok júlímánaðar og hefja hlutafjárútboð í ágúst,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni forstjóra félagsins í tilkynningu.

 „Við leggjum nú allt kapp á að koma félaginu í gegnum þessar krefjandi aðstæður með því að nýta þann sveigjanleika sem við búum yfir til að bregðast hratt við breytingum á markaði á hverjum tíma. Á sama tíma vinnum við hörðum höndum að því að styrkja lausafjár- og eiginfjárstöðu félagsins og tryggja samkeppnishæfni þess til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK