Gáfu út inneignir fyrir milljarða

Ein af Boeing MAX 8 flugvélum Icelandair.
Ein af Boeing MAX 8 flugvélum Icelandair. mbl.is/​Hari

Icelandair gaf út inneignarnótur fyrir 9,1 milljarð króna á fyrri hluta þessa árs. Það jafngildir um 67,2 milljónum Bandaríkjadala. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri flugfélagsins sem birt var í gær. 

Að því er segir í árshlutareikningnum gekk betur en búist var við að fá viðskiptavini til að samþykkja útgáfu inneignarnótu í stað flugmiða. Munaði það verulegu fyrir félagið, sem náði með þessu að koma í veg fyrir gríðarlegt útstreymi fjármagns. 

Inneignarnóturnar eru til þriggja ára og því er ljóst að nokkur fjöldi farþega á inni þjónustu hjá Icelandair. Er slíkt þó ekkert einsdæmi, en mikill fjöldi flugfélaga um heim allan hefur brugðið á það ráð að gefa út inneignarnótur til að stöðva útflæði fjármagns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK