Samningaviðræður í fullum gangi

Ein af Boeing 757-vélum Icelandair.
Ein af Boeing 757-vélum Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair stefnir enn að því að ljúka samningum við fimmtán lánardrottna fyrir lok þessarar viku í tengslum við fyrirhugað hlutafjárútboð.

„Það er verið að vinna í þessu öllu saman,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.

Þegar einhver framvinda verður í málinu verður það tilkynnt í Kauphöll Íslands.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, greindi frá því í Morgunblaðinu á þriðjudag að viðræðurnar væri misjafnlega langt á veg komnar og samningsatriðin misjöfn eftir atvikum. Einnig sagði hann áfram stefnt að því að ljúka hlutafjárútboðinu í ágúst. Að sögn Ásdísar Ýrar hefur ekki annað verið gefið út en að hlutafjárútboðinu ljúki í næsta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK