Hætta viðskiptum við smálánafyrirtæki

Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur meðal annars sagt upp viðskiptasamböndum vegna …
Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur meðal annars sagt upp viðskiptasamböndum vegna þessa. mbl.is/Golli

Stjórn Sparisjóðs Strandamanna hefur ákveðið að innheimta og önnur umsýsla smálána verði ekki heimiluð í gegnum innheimtukerfi og tengingar í nafni Sparisjóðs Strandamanna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Stjórn sjóðsins hefur gripið til viðeigandi ráðstafana til að svo megi verða, meðal annars með uppsögn á viðskiptasamböndum.

Fyrr í vikunni greindi Morgunblaðið frá því að nýkjörin stjórn Sparisjóðs Strandamanna hygðist ræða viðskipti sjóðsins við fyr­ir­tækið Al­menna inn­heimtu ehf. á næsta stjórn­ar­fundi sem hald­inn verður í lok ág­úst.

Hyggjast sýna „samfélagslega ábyrgð“

Sam­kvæmt Neyt­enda­sam­tök­un­um, sem bar­ist hafa gegn smá­lán­um und­an­far­in ár, veit­ir spari­sjóður­inn fyr­ir­tæk­inu aðgang að greiðslumiðlun­ar­kerfi bank­anna en fyr­ir­tækið hef­ur samkvæmt þeim „þann eina starfa að inn­heimta ólög­leg smá­lán“.

Í tilkynningu Sparisjóðs Strandamanna er vakin athygli á því að útgreiðsla smálána hefur aldrei verið heimil í gegnum Sparisjóðinn, hvorki í gegnum bankareikninga eða öpp með tengingar við Sparisjóðinn.

„Sparisjóður Strandamanna var stofnaður 1891, Sjóðurinn hefur alla tíð eða í tæp 130 ár sýnt samfélagslega ábyrgð og hyggst gera það hér eftir sem hingað til“, segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK