Microsoft í viðræðum um kaup á TikTok

Microsoft er sagt eiga í viðræðum um kaup á TikTok.
Microsoft er sagt eiga í viðræðum um kaup á TikTok. mbl.is/Sigurður Ragnarsson

Bandaríski tæknirisinn Microsoft á nú í viðræðum við kínverska fyrirtækið Byte Dance um að kaupa þeirra helstu eign, samfélagsmiðilinn TikTok. New York Times greinir frá þessu og segir að með sölunni reyni kínverska fyrirtækið að bjarga verðmæti fyrirtækisins og koma í veg fyrir að bandarísk stjórnvöld leggi bann við notkun forritsins þar í landi.

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einmitt í gær að hann vildi að notkun forritsins yrði bönnuð, en TikTok hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir meinta öryggisbresti og legið undir ásökunum um að kínversk stjórnvöld hafi bakdyraaðgang að persónuupplýsingum notenda.

ByteDance er metið á um 100 milljarða dala (14.000 ma.kr.) en Bandaríkin eru einn stærsti markaður fyrirtækisins, og sagt er að fyrirtækinu sé mikið í mun að tryggja breytt eignarhald til að friðþægja bandarísk stjórnvöld. TikTok hefur einnig skoðað að fá inn aðra fjárfesta, sem ekki eru kínverskir, á borð við Sequoia Capital, SoftBank og General Atlantic, sem gætu keypt meirihlutaeign í félaginu, að því er New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum.

Microsoft hefur ekki viljað tjá sig um orðróminn, en verði af kaupunum mætti þó varla segja að um stefnubreytingu væri að ræða hjá félaginu. Frá því nýr forstjóri, Satya Nadella, tók við Microsoft árið 2014 hefur félagið tekið yfir þrjú stór fyrirtæki, tölvuleikinn Minecraft, samfélagsmiðilinn LinkedIn og Github, þjónustu fyrir hugbúnaðarframleiðendur, en fyrir félögin þrjú hefur Microsoft greitt meira en 35 ma. Bandaríkjadala (4.750 ma.kr.).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK