Viðræður hefjast að nýju um kaup á TikTok

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur staðfest að það muni hefja viðræður að nýju um að kaup á bandaríska hluta smáforritsins TikTok sem er í kínverskri eigu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Forstjóri Microsoft, Satya Nadella, ræddi við forseta Bandaríkjanna, Donald Trump, um mögulega yfirtöku í gær og að fullur skilningur væri á því hjá fyrirtækinu að Trump hefði áhyggjur af mögulegum upplýsinga- og öryggisleka TikTok. Ítarlega verði farið yfir öryggismál hjá smáforritinu áður en af kaupum verður.

Satya Nadella, forstjóri Microsoft.
Satya Nadella, forstjóri Microsoft. AFP

Microsoft mun einnig láta bandarískum stjórnvöldum í té lista yfir þann efnahagslega ávinning sem fylgir yfirtökunni. Vonir standa til að viðræðum um kaup ljúki fyrir 15. september.

Í tilkynningu kemur fram að rætt sé um yfirtöku á starfsemi TikTok í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafnvel komi til greina að bjóða bandarískum fjárfestum að taka þátt í kaupunum en þá yrði um minnihluta hlutafjár að ræða. Tryggt verði að allar persónulegar upplýsingar bandarískra notenda TikTok verði í Bandaríkjunum og fari ekki úr landi.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka