Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management heldur áfram að selja hluti sína í Icelandair. Sjóðurinn er nú kominn undir 11% hlut í fyrirtækinu sem og hefur því selt tæplega 0,3% frá því hluthafalistinn var síðast uppfærður.
Þetta má sjá í nýjum hluthafalista Icelandair.
PAR Capital Management kom inn í hluthafahóp Icelandair í fyrra við endurfjármögnun félagsins. Var hlutur félagsins þegar mest var 13,7%.