Virgin óskar eftir gjaldþrotameðferð

Virgin hefur nú þegar sagt fleiri en 3.000 manns upp, …
Virgin hefur nú þegar sagt fleiri en 3.000 manns upp, kyrrsett fjölda flugvéla og lokað bækistöðvum til að draga úr kostnaði. AFP

Flugfélagið Virgin Atlantic óskaði eftir gjaldþrotameðferð fyrir félag sitt í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt Reuters sótti flugfélagið um gjaldþrotameðferð og vernd frá kröfuhöfum sínum á grundvelli 15. kafla bandarískra gjaldþrotalaga. 

Um er að ræða annað gjaldþrotið innan keðju Virgin en Virgin Australia varð gjaldþrota í apríl. Heimsfaraldur kórónuveiru hefur haft mikil áhrif á stöðu flugfélaga Virgin Atlantic, rétt eins og annarra flugfélaga.

Virgin Atlantic, sem flýgur aðeins löng millilandaflug, hætti öllu farþegaflugi í apríl vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Flugfélagið hóf að fljúga á ný í júlí þrátt fyrir litla spurn eftir utanlandsferðum.

Hafa sagt 3.000 manns upp

Virgin hefur nú þegar sagt fleiri en 3.000 manns upp, kyrrsett fjölda flugvéla og lokað bækistöðvum til að draga úr kostnaði. 

15. kafli bandarískra gjaldþrotalaga er ætlaður félögum sem tilheyra mörgum löndum en gangast undir gjaldþrotaskipti í sínu eigin landi. Með því að óska eftir gjaldþrotameðferð á grundvelli 15. kafla fá alþjóðleg félög eins og Delta aðgang að bandaríska dómskerfinu í ferlinu. Einnig verndar 15. kaflinn eignir Virgin í Bandaríkjunum fyrir kröfuhöfum. 

Frétt Buisness Insider

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK