Hnýta lausa enda í samningaviðræðum

Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Samningaviðræður við kröfuhafa í tengslum við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair eru í fullum gangi og verið er að hnýta lausa enda.

Stefnt er að því að klára viðræður í þessari viku, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem vísar í tilkynningu þess efnis sem Icelandair sendi frá sér síðastliðinn föstudag.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, greindi frá því fyrr í vikunni að all­ir ang­ar fjár­hags­legr­ar end­ur­skipu­lagn­ing­ar fé­lags­ins séu háðir því að hluta­fjárút­boð gangi vel. Stefnt er að því að það fari fram í ág­úst.

Hann sagði stefnt að því að klára viðræður um fjár­hæðir og ganga frá loka­sam­komu­lagi við ís­lensku bank­ana í þessari viku. 

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK