Hlutabréf Icelandair hríðfalla í verði

Hluta­bréf Icelanda­ir Group hafa lækkað um 42% í Kauphöll Íslands í morgun. Gengi bréfanna er nú komið niður fyrir eina krónu á hlut. Síðustu viðskipti með bréf Icelandair voru á genginu 0,95 og hefur verð þeirra sjaldan verið svo lágt. Fyrr í morgun voru viðskipti með bréf félagsins á genginu 0,90 og er það lægsta verð sem hefur fengist fyrir hlutabréf í Icelandair ef horft er ár aftur í tímann. Athuga ber að ekki er um lokaverð dags að ræða og því mögulegt að bréfin eigi eftir að rétta úr kútnum fyrir lok dags. Síðustu sex mánuði hefur verð hlutabréfa Icelandair lækkað um 88,55%.

Eins og greint var frá í gær þá hefur tíma­lína hluta­fjárút­boðs Icelanda­ir verið upp­færð og er nú stefnt að því að útboðið fari fram í sept­em­ber, með fyr­ir­vara um samþykkt hlut­hafa um að fram­lengja heim­ild fé­lags­ins til hluta­fjáraukn­ing­ar, en heim­ild sem veitt var á hlut­hafa­fundi 22. maí síðastliðinn renn­ur út 1. sept­em­ber. Mun fé­lagið því boða til nýs hlut­hafa­fund­ar á næstu dög­um.

Fram kom í tilkynningu, að Icelanda­ir Group stefn­di að því að selja nýja hluti fyr­ir 20 millj­arða króna að nafn­verði á geng­inu 1 króna á hlut. Fyrstu viðskiptin með Icelandair í Kauphöll Íslands í dag voru á genginu 1,3 eða töluvert hærra gengi en stefnt er að í útboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK