Nígería og Írak ekki staðið við sitt

Frá olíuvinnslu í Venesúela.
Frá olíuvinnslu í Venesúela. AFP

Fulltrúar Samtaka olíuútflutningslanda, OPEC, ákváðu á mánaðarlegum fundi sínum í dag að fylgja áfram samkomulagi um að minnka framleiðslu olíu.

Niðurstaða fundarins var sú að einungis með því að fara í öllu eftir þessu samkomulagi megi koma aftur jafnvægi á olíuverð, sem hrundu eftir að faraldur kórónuveirunnar læsti greipum sínum um efnahagskerfi heimsins.

Í yfirlýsingu eftir fundinn segjast samtökin ánægð með að um 95% af ætlaðri skerðingu framleiðslu hafi náðst.

Orkumálaráðherra Alsírs, Abdelmadjid Attar, hefur látið hafa eftir sér í þarlendum fjölmiðlum að Nígería og Írak séu ríkin sem ekki hafi staðið við sinn hluta samkomulagsins.

Í yfirlýsingu samtakanna segja þau: „100% fylgni aðildarríkja við samkomulagið [...] er ekki aðeins sanngjörn, heldur nauðsynleg fyrir áframhaldandi vinnu við að stuðla að jafnvægi í olíuverði til langs tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK