Samkomulagið við Boeing spari um 35 milljarða

Hlutafjárútboð Icelandair fer fram í september.
Hlutafjárútboð Icelandair fer fram í september. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Icelandair gerir ráð fyrir því að Boeing MAX-flugvélar fyrirtækisins, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars, muni byrja að fljúga á nýjan leik í lok árs. Icelandair hafði pantað 16 slíkar vélar en gerir ráð fyrir því að falla frá pöntunum á fjórum vélum.

Samkomulag félagsins við Boeing er talið minnka framtíðarskuldbindingar um 260 milljónir dollara, eða sem jafngildir rúmlega 35 milljarða króna.

Þetta kemur fram í kynningargögnum fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð sem Icelandair sendi Kauphöllinni í gærkvöldi.

Tekur fjögur ár að ná upp sama fjölda farþega

Þar segir að kjarasamningar við Flugfreyjufélag Íslands sem skrifað var undir nýverið spari flugfélaginu 9 milljónir dollara. Nýundirritaðir kjarasamningar við Félag íslenskra atvinnuflugmanna eru sagðir spara flugfélaginu um 17 milljónir dollara.

Samkvæmt því sem fram kemur í kynningargögnunum er reiknað með því að flug verði í lágmarki fram á mitt næsta ár vegna heimsfaraldurs kórónuveiru en fari síðan vaxandi. Fjöldi farþega verður ekki orðinn sambærilegur og hann var fyrir faraldur fyrr en árið 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK