173% meiri velta í gistingu innanlands

Það má með sanni segja að Íslendingar hafi verið á …
Það má með sanni segja að Íslendingar hafi verið á faraldsfæti innanlands í sumar. mbl.is/Arnþór

Íslendingar eyddu 173% meira að raunvirði í hótel- og gistiþjónustu innanlands í júlí en í sama mánuði  í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans, sem birtist í dag.

Heildarkortavelta í júní og júlí í ár var svipuð og í fyrra, en jókst um 12% innanlands frá því í júlí í fyrra. Virðist sem fólk hafi bætt upp þá neyslu innanlands sem annars hefði átt sér stað utan landsteinanna. Þannig jukust útgjöld til áfengiskaupa að raunvirði um 50% en raftækjasala og veitingasala um 30% borið saman við sama mánuð í fyrra.

Aðeins einn útgjaldaliður hefur dregist stöðugt saman frá því mars, og þarf ekki að koma á óvart að það séu útgjöld til ferðaskrifstofa og skipulagðra ferða. Var kortavelta í þeim geira um 60% minni í júlí en í júlí í fyrra. 

Á heildina litið hefur viðsnúningur verið í kortaveltu á sumarmánuðunum. Segir í Hagsjánni að kortaveltan hafi tekið vel við sér frá miklum samdrætti sem varð í mars og apríl er kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK