Jói Fel auglýsir eftir starfsfólki

Fáir áttu von á því að ráðningar væru ofarlega á …
Fáir áttu von á því að ráðningar væru ofarlega á blaði hjá bakarískeðju Jóa Fel.

Þrátt fyrir að hafa ekki greitt lífeyrisgjöld starfsfólks í meira en ár leitar bakarískeðja Jóa Fel nú að starfsfólki. Auglýsing þess efnis hefur verið hengd upp í bakaríi keðjunnar í Spönginni. Eins og sjá má á myndinni er auglýst eftir fólki í hlutastarf og fullt starf. 

Tveimur af bakaríum Jóa Fel hefur nú verið lokað, í JL húsinu og Borgartúni. Miklir rekstrarörðugleikar hafa verið hjá keðjunni sem hefur innheimt iðgjöld af launum starfsmanna án þess þó að skila þeim til Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Hefur starfsmönnum fyrirtækisins af þeim sökum ekki verið heimilt að taka sjóðfélagalán. 

Líf­eyr­is­sjóður­inn hef­ur kraf­ist gjaldþrota­skipta hjá baka­rískeðjunni. Málið er á dag­skrá Héraðsdóms Reykja­vík­ur miðviku­dag­inn 9. sept­em­ber næst­kom­andi. All­ar lík­ur eru á að lykt­ir muni fást í málið þann dag þar sem fyr­ir­tækið hef­ur nú þegar dregið á frest sem hægt er að óska í mál­um af þessu tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK