25 milljarða greiðslur Airbnb til Íslands

Óskað var eftir gögnunum árið 2018.
Óskað var eftir gögnunum árið 2018. AFP

Skattrannsóknarstjóri hefur fengið upplýsingar um greiðslur upp á 25,1 milljarð frá Airbnb til íslenskra skattþegna á árunum 2015 til 2018.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skattrannsóknarstjóra.

Með bréfi í lok árs 2018 óskaði hann eftir gögnum frá Airbnb á Írlandi um fasteignir leigðar til útleigu á Íslandi í gengum bókunarvefinn. Gögnin hafa núna borist með aðstoð írskra skattyfirvalda.

Farin er af stað vinna innan embættisins við frekari greiningu gagnanna. Í framhaldinu verður metið hvort þörf er á frekari aðgerðum af hálfu embættisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK