Ásgeir á fundi efnahagsnefndar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efnahags- og viðskiptanefnd heldur í dag fjarfund með seðlabankastjóra um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta árs 2020.

Peningastefnunefndin skal, skv. 3. mgr. 11. gr. laga um Seðlabanka Íslands nr. 92/2019, gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og fjalla skal um skýrsluna í þeirri þingnefnd sem forseti Alþingis ákveður. Hefð er fyrir því að efnahags- og viðskiptanefnd fjalli um skýrsluna á opnum fundi, að því er segir í tilkynningu frá nefndasviði Alþingis. 

Gert er ráð fyrir að fundurinn verði 75 mín. og gestir nefndarinnar verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.

Fundurinn hefst kl. 9 og var í beinni útsendingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK