„Ekki endilega góð hugmynd fyrir alla“

Margir nýttu sér útgreiðslu séreignasparnaðar, sem hugsaður er fyrir fólk …
Margir nýttu sér útgreiðslu séreignasparnaðar, sem hugsaður er fyrir fólk á lífeyrisaldri. mbl.is/Golli

„Það er klárt mál að sá sem tekur út séreignarsparnað mun eiga minni séreign á seinni árum. Persónulega finnst mér að svona ráðstöfun ætti alltaf bara að vera tímabundin en best af öllu væri að ekki þyrfti að breyta kerfinu á þennan hátt,“ segir Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka.

Ríflega 12 milljarðar af séreignarsparnaði voru teknir út vegna sérstakrar útgreiðslu í ljósi veirufaraldursins, á tímabilinu apríl til júlí. Útgreiðslan var til þess fallin að aðstoða heimili sem stæðu höllum fæti vegna faraldursins, að sögn Björns, og því ætti ekki að taka út sparnaðinn nema að vel ígrunduðu máli.

„Tilgangurinn með því að opna fyrir þessa heimild er að aðstoða aðra vegna þeirra aðstæðna sem komnar eru upp vegna COVID. Hins vegar þurfum við að hafa í huga að ástæða þess að séreignarsparnaður er með 60 ára úttektartakmark er að sparnaðurinn nýtist fólki á lífeyrisaldri,“ segir hann. Þó sé hverjum frjálst að nýta heimildina.

Í því samhengi skipti máli í hvað sparnaðurinn fari; hvort það sé einkaneysla, iðgjöld húsnæðislána eða útborgun á íbúð gæti skipt verulegu máli. Á heildina litið hafi þó aðgengi einstaklinga á peninga jákvæð skammtímaáhrif á hagkerfið.

„Þetta er heimild sem á við um alla, allir geta nálgast séreignina sína en það er ekki víst að það sé góð hugmynd fyrir alla. En vonandi verður þetta til þess að hjálpa fólki yfir erfiðasta hjallann núna og kannski verður á einhverjum tímapunkti hægt að bæta þetta upp eða auka sparnað á einhverjum tíma, fyrir efri árin,“ segir hann að endingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka