Gagnaveitan skilar 359 milljóna hagnaði

Gagnaveitan skilaði mun betri rekstrarniðurstöðu 2019 en 2018 og nam …
Gagnaveitan skilaði mun betri rekstrarniðurstöðu 2019 en 2018 og nam hækkun hagnaðarins 87 prósentum. Ljósmynd/Gagnaveita Reykjavíkur.

Gagnaveita Reykjavíkur, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, skilaði jákvæðri rekstrarniðurstöðu 2019 og nam hagnaður eftir skatt 359 milljónum króna sem er 87% aukning frá 2018 þegar hagnaðurinn nam 192 milljónum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá félaginu.

Fram kemur í tilkynningunni að „meginástæða jákvæðrar afkomu er fjölgun viðskiptavina á heimilis- og fyrirtækjamarkaði undanfarin ár í kjölfar ljósleiðaravæðingar“. En nú stendur 75% allra heimila á landinu ljósleiðaratenging til boða.

Þar segir að rekstrartekjur hafi verið 3,1 milljarður árið 2019 sem er 18% aukning frá fyrra ári en á sama tíma hækkuðu rekstrargjöld aðeins um 13%, úr 900 milljónum í rétt rúman milljarð. Þá bættist framlegðin um 26% milli ára og rekstrarhagnaðurinn (EBIT) um 26% og nam hann 1,2 milljörðum árið 2019.

„Þessi árangur er í samræmi við áætlanir okkar en Ísland er í fyrsta sæti í nýtingu ljósleiðara samkvæmt skýrslu Idate og hefur verið á meðal fremstu þjóða í hraða fjarskiptasambanda um árabil,“ er haft eftir Erlingi Frey Guðmundssyni, framkvæmdastjóra Gagnaveitunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK