Hætta að innheimta breytingargjöld

Flugferðalög innan Bandaríkjanna hafa síðustu vikur verið um þriðjungur af …
Flugferðalög innan Bandaríkjanna hafa síðustu vikur verið um þriðjungur af því sem vant er á sama árstíma. AFP

Stærstu bandarísku flugfélögin hafa í dag og í gær tilkynnt að þau muni hætta að innheimta gjald fyrir breytingar á flugbókunum innanlands.

United Airlines varð fyrst til að ákveða þetta og í kjölfarið fylgdu í dag American Airlines og Delta, sem einnig segjast munu binda enda á há breytingargjöld á flestum flugferðum innan Bandaríkjanna.

American Airlines sögðu nýja stefnu sína einnig gilda um flug til nágrannaríkjanna Kanada og Mexíkó.

Bíða bóluefnis

Fluggeirinn hefur mátt þola þungt högg eftir að faraldur kórónuveirunnar tók að breiðast út um heimsbyggðina. Flugferðalög innan Bandaríkjanna hafa síðustu vikur verið um þriðjungur af því sem vant er á sama árstíma.

Framkvæmdastjórar flugfélaganna hafa sagt að þeir búist ekki við að fjöldi flugferða nái yfir 50% af því sem áður var fyrr en bóluefni hefur verið gert almenningi aðgengilegt.

Delta tók þá ákvörðun fyrr á árinu að leyfa fólki ekki að bóka eða sitja í miðjusæti í hefðbundnum þriggja sæta röðum til að taka tillit til áhyggna farþega af sóttvörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK