Í hverju felst munurinn?

mbl.is/Sigurður Bogi

Mun­ur­inn á óverðtryggðum lán­um og verðtryggðum er í grunn­inn sá að all­ar verðlags­breyt­ing­ar leggj­ast ofan á verðtryggð lán en ekki á þau óverðtryggðu. Óverðtryggð lán eru því var­in gegn verðbólgu.

Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un fjall­ar um lán­in á heimasíðu sinni. 

„Það er ekki þar með sagt að verðbólga hafi eng­in áhrif á óverðtryggð lán held­ur taka vext­ir á þeim til­lit til verðbólgu­vænt­inga. Ef verðbólgu­vænt­ing­ar hækka get­ur það leitt til hærri vaxta og þannig get­ur greiðslu­byrði af óverðtryggðum lán­um hækkað sömu­leiðis. Auk­in verðbólga hef­ur því áhrif á greiðslu­byrðina á óverðtryggðum lán­um en einkum á skulda­stöðuna á verðtryggðum en minni áhrif á greiðslu­byrðina. Ekki er hægt að full­yrða um að ann­ar kost­ur­inn sé betri en hinn enda fer það bæði eft­ir vaxta­kjör­um og eft­ir því hver verðbólg­an verður í framtíðinni. Í gegn­um tíðina hafa skipst á tím­ar þar sem verðtryggð lán og óverðtryggð hafa verið hag­kvæm­ari.

Ákvarðanir um breyti­lega vexti eru tekn­ar mánaðarlega og því geta þeir breyst með skömm­um fyr­ir­vara. Til að verja sig gegn þess­um sveifl­um eru nokkr­ir kost­ir í boði. Hægt er að velja fasta vexti en þeir eru hér­lend­is í boði annaðhvort fast­ir til þriggja eða fimm ára á óverðtryggðum lán­um en þá tek­ur óviss­an við um hvaða vext­ir verða í boði að þeim tíma liðnum. Fast­ir vext­ir eru líka yf­ir­leitt hærri en breyti­leg­ir og því þarf að greiða meira fyr­ir þenn­an stöðug­leika. Þegar end­ur­skoðun­ar­tími slíkra lána nálg­ast geta lán­tak­end­ur séð hvort stefni í að greiðslu­byrði hækki og þar með gripið til nauðsyn­legra ráðstaf­ana ef þörf er á,“ seg­ir á vef Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Kost­ir og gall­ar óverðtryggðra lána

Ný­verið birti hag­deild HMS grein þar sem fjallað var hætt­una sem geti fylgt breyti­leg­um vöxt­um. Í kjöl­farið skapaðist mik­il umræða um áhætt­una af töku óverðtryggðra lána.

HMS árétt­ar að þeim varnaðarorðum var fyrst og fremst beint að þeim sem hafa lítið svig­rúm til að mæta mögu­leg­um hækk­un­um á greiðslu­byrði lána ef vext­ir fara að hækka að nýju. Miðað við stöðuna í efna­hags­mál­um og spá Seðlabanka Íslands um þróun stýri­vaxta tel­ur hag­deild að vext­ir á hús­næðislán­um muni ekki hækka mikið á næstu miss­er­um.

Breyti­leg­ir vext­ir auka hættu á greiðslu­erfiðleik­um

Greiðslu­byrði af lán­um með breyti­leg­um vöxt­um get­ur verið nokkuð sveiflu­kennd ef vext­ir breyt­ast mikið. Breyti­leg­um vöxt­um fylg­ir meiri óvissa og áhætta fyr­ir lán­tak­end­ur sem þurfa að vera í stakk bún­ir að mæta þess­um sveifl­um. Ein­hverj­ar lána­stofn­an­ir eru farn­ar að bjóða upp á vaxtaþak á óverðtryggð lán, þar sem mögu­legt er að verja sig gegn mikl­um sveifl­um á vöxt­um og gott fyr­ir lán­tak­end­ur að kynna sér einnig þann mögu­leika.

Breyti­leg­ir vext­ir eru mjög næm­ir fyr­ir breyt­ing­um á stýri­vöxt­um og eins og tíðrætt er þá eru stýri­vext­ir í sögu­legu lág­marki og sömu sögu er að segja um breyti­lega vexti. Því er mik­il­vægt fyr­ir lán­tak­end­ur sem vilja nýta sér þessa lágu breyti­legu vexti að há­marka ekki greiðslu­getu sína miðað við nú­ver­andi vexti, held­ur eiga inni svig­rúm til að mæta þeim sveifl­um sem geta orðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK