Fólk getur keypt fyrir 100 þúsund

Bogi forstjóri Icelandair.
Bogi forstjóri Icelandair. mbl.is/Arnþór

Einstaklingum verður gert kleift að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir 100 þúsund kr. kjósi þeir að gera svo. Hefur lágmarksfjárhæðin verið lækkuð úr 250 þúsund kr. Þetta er meðal þess sem fram kemur í uppfærðri fjárfestakynningu flugfélagsins. 

Kynningin er að mestu sú sama og birt var 18. ágúst sl. en þó með smávægilegum uppfærslum og breytingum. Þar á meðal er framangreind breyting á lágmarksfjárhæð.

Að því er fram kemur í kynningunni mun svokölluð A-bók telja um 17 milljarða hluta og er lágmarkstilboð þar 20 milljónir kr. Í B-bók inniheldur þrjá milljarða hluta og verður fjárfestum gert kleift að fjárfesta mest fyrir 20 milljónir kr. Þá er líkt og fyrr segir lágmarkstilboð 100 þúsund kr. 

Útboðslýsing og ítarlegri upplýsingar vegna útboðs flugfélagsins hafa ekki verið birtar en það verður gert á næstu dögum. Hluthafafundur Icelandair fer fram á Nordica 9. september nk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK