Sara Kristín Rúnarsdóttir hefur verið ráðin birtingarstjóri auglýsingastofunnar Key of Marketing. Sara er 27 ára gamall viðskiptafræðingur sem hefur sérhæft sig í markaðsfræði, að því er fram kemur í tilkynningu.
Sara lauk BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017 en flutti síðar til Kaupmannahafnar þar sem hún lauk MSc í Brand & Communications Management frá Copenhagen Business School.
Sara vann sem markaðsfulltrúi hjá Gló eftir BSc-námið, og vann síðar sem samfélagsmiðlastjóri hjá Matcha Bar Copenhagen meðan á náminu í Kaupmannahöfn stóð.