Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex

Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex á Egilsstöðum fyrsta …
Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex á Egilsstöðum fyrsta daginn. Ljósmynd/Aðsend

Lindex á Íslandi opnaði á laug­ar­dag nýja versl­un í miðbæ Eg­ilsstaða, en um helm­ing­ur bæj­ar­búa á Eg­il­stöðum og Fella­bæ lagði leið sína í versl­un­ina fyrsta dag­inn. 

„Við erum him­in­lif­andi yfir þess­um mót­tök­um sem fara langt fram úr okk­ar björt­ustu von­um,“ seg­ir Lóa D. Kristjáns­dótt­ir, umboðsaðili Lindex á Íslandi, í til­kynn­ingu. „Okk­ur óraði ekki fyr­ir að um helm­ing­ur bæj­ar­búa myndi koma til okk­ar fyrsta dag­inn. Upp­hafið veit á gott fram­hald en við erum íbú­um Fljót­dals­héraðs og Aust­f­irðing­um öll­um gríðarlega þakk­lát fyr­ir að taka svona hlý­lega á móti okk­ur,“ seg­ir Lóa. 

Versl­un Lindex á Eg­ils­stöðum er til húsa í Miðvangi, aðal­versl­un­ar­kjarna bæj­ar­ins, og býður upp á all­ar þrjár meg­in­vöru­lín­ur Lindex eft­ir því sem fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. 

Versl­un­in er byggð upp með nýrri inn­rétt­inga­hönn­un Lindex sem leit fyrst dags­ins ljós við opn­un versl­un­ar­inn­ar í London á Englandi. Hönn­un­in bygg­ist á björt­um lit­um með ólík­um lit­brigðum hvíts litar í bland við svart og við sem gef­ur versl­un­inni skandína­vískt yf­ir­bragð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka