Bjóða íbúum að versla við netverslun

Krambúðin í Búðardal. Þar verður hægt að fá afhentar vörur …
Krambúðin í Búðardal. Þar verður hægt að fá afhentar vörur úr netverslun Nettó. mbl.is/Sigurður Bogi

Nettó, í sam­starfi við Kram­búðina, hef­ur ákveðið að bjóða viðskipta­vin­um sín­um í Búðar­dal, Reykja­hlíð, Hólma­vík og á Flúðum upp á þann mögu­leika að fá senda vör­ur úr net­versl­un Nettó. Er þetta gert í til­rauna­skyni til að mæta ósk­um viðskipta­vina versl­an­anna. 

„Við höf­um verið í góðum sam­skipt­um við íbúa sveit­ar­fé­lag­anna og erum sí­fellt að leita leiða til að bæta þjón­ustu okk­ar. Með net­versl­un Nettó gefst okk­ur tæki­færi á að bjóða íbú­um á þess­um svæðum upp á enn hag­stæðari verð í heima­byggð,“ er haft eft­ir Gunn­ari Agli Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa, í til­kynn­ingu. 

Íbúum sveit­ar­fé­lag­anna gefst kost­ur á að panta vör­ur í gegn­um net­versl­un Nettó og fá þær af­hent­ar í Kram­búðum á svæðinu. Send­ing­ar eru viðskipta­vin­um að kostnaðarlausu versli þeir fyr­ir 15 þúsund krón­ur hið minnsta. 

Íbúar í Dala­byggð skiluðu fyrr í sum­ar und­ir­skriftal­ista til for­stjóra Sam­kaupa þar sem þess er óskað að Kram­búðinni í sveit­ar­fé­lag­inu verði breytt að nýju í Kjör­búðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK