Brexit-skjálfti á gjaldeyrismörkuðum

AFP

Breska pundið hef­ur lækkað um 1% það sem af er degi gagn­vart Banda­ríkja­dal og 0,8% gagn­vart evru. Ástæðan er til­kynn­ing for­sæt­is­ráðherra Bret­lands um að 15. októ­ber sé loka­dag­ur viðræðna við Evr­ópu­sam­bandið varðandi út­göngu Breta, Brex­it.

Bor­is John­son for­sæt­is­ráðherra greindi frá þessu í dag og ótt­ast ein­hverj­ir um að þetta geti þýtt að Bret­ar gangi samn­ings­laus­ir út úr ESB.

Ráðherr­ar í rík­is­stjórn Bret­lands vinna nú að frum­varpi sem gæti gert að engu mik­il­væg atriði í sam­komu­lagi Breta við ESB um út­göngu. Til að mynda varðandi landa­mæri Norður-Írlands sem er ætlað að koma í veg fyr­ir landa­mæra­eft­ir­lit að nýju á landa­mær­um Írlands. 

Bret­land gekk form­lega úr ESB í janú­ar en fylg­ir enn regl­um sem sett­ar eru í Brus­sel á meðan aðlög­un­ar­tíma­bilið stend­ur yfir. Því lýk­ur um ára­mót­in. 

Á morg­un hefst átt­unda um­ferð viðræðna um viðskipta­samn­ing milli Bret­lands og ESB. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK