Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 674%

Vök Baths við Egilsstaði hafa notið vinsælda hjá ferðamönnum í …
Vök Baths við Egilsstaði hafa notið vinsælda hjá ferðamönnum í sumar.

Gistinótt­um Íslend­inga fjölgaði um 674% á Aust­ur­landi og 552% á Norður­landi í júlí. Á sama tíma fjölgaði gistinótt­um Íslend­inga á höfuðborg­ar­svæðinu aðeins um 54%. Gistinótt­um Íslend­inga fækkaði um 49% á Suður­nesj­um í júlí, vænt­an­lega vegna þess að lítið var um ut­an­lands­ferðir þann mánuðinn. Þetta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans

Í Hag­sjánni kem­ur fram að í apríl voru gist­inæt­ur Íslend­inga á ís­lensk­um hót­el­um í fyrsta skiptið fleiri en gist­inæt­ur er­lendra ferðamanna en gögn Hag­stof­unn­ar ná aft­ur til árs­ins 1997. „Frá og með maí hafa gist­inæt­ur Íslend­inga haldið áfram að vera fleiri en gist­inæt­ur er­lendra ferðamanna þrátt fyr­ir að gistinótt­um er­lendra ferðamanna hafi fjölgað nokkuð eft­ir því sem dró úr ferðatak­mörk­un­um upp úr miðjum júní,“ seg­ir í Hag­sjánni.

Rakið er að í upp­hafi kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hafi fækk­un gistinótta verið mjög svipuð eft­ir svæðum. „Þannig lá hún á frem­ur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sund­ur með svæðum hvað fækk­un­ina varðar og í júlí kom í ljós veru­leg­ur mun­ur í fækk­un gistinótta. Þannig var fækk­un gistinótta mest á Suður­nesj­um, 74,4% og 73,9% á höfuðborg­ar­svæðinu í júlí. Þar á eft­ir kom Suður­land með rúm­lega helm­ings fækk­un. Fækk­un­in reynd­ist hins veg­ar tölu­vert minni á öðrum svæðum. Á Vest­ur­landi og Vest­fjörðum mæld­ist hún 25,6% en ein­ung­is 13,5% á Aust­ur­landi og 8,1% á Norður­landi.“

Ferðaþjón­ustuaðilar á Norður­landi og Aust­ur­landi nutu góðs af ferðagleði lands­manna í sum­ar. Gist­inæt­ur er­lendra ferðamanna dróg­ust sam­an um 78% og var það svipað hlut­fall og á öðrum svæðum. Gist­inæt­ur Íslend­inga marg­földuðust hins veg­ar á Aust­ur­landi og Norður­landi eins og  áður var nefnt. Á eft­ir Aust­ur­landi og Norður­landi var fjölg­un­in mest á Suður­landi, 312% og Vest­ur­landi og Vest­fjörðum 203%.

„Það þarf því ekki að koma á óvart að her­bergja­nýt­ing­in hafi verið best á Norður­landi og Aust­ur­landi í júlí. Nýt­ing­in var 70,8% á Norður­landi og 73,3% á Aust­ur­landi. Þar á eft­ir voru Vest­ur­land og Vest­f­irðir með 55,5% nýt­ingu. Nýt­ing­in var lægst á Suður­nesj­um, 29,1% og höfuðborg­ar­svæðinu, 34,6%. Nýt­ing­in á Norður­landi og Aust­ur­landi lækkaði ekki mikið frá fyrra ári en nýt­ing­in í júlí í fyrra var 78,5% á Norður­landi og 80,8% á Aust­ur­landi. Á öðrum svæðum lands­ins dróst nýt­ing­in mun meira sam­an. Mest dróst hún sam­an á Suður­nesj­um og höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir í Hag­sjá Lands­bank­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK