Hagnaður Ölgerðarinnar 578 milljónir

Hagnaður Ölgerðar­inn­ar eft­ir skatta var 578 millj­ón­ir króna á síðasta fjár­hags­ári fyr­ir­tæk­is­ins og jókst velta þess um 4,3% milli ára. Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu kem­ur fram að EBITDA hafi staðið í stað milli ára.

Um er að ræða fjár­hags­árið 01.03. 2019 – 28.02. 2020. Hagnaður sem hlut­fall af veltu á fjár­hags­ár­inu var 2,2%, en var 1,6% árið áður. Eins og áður seg­ir var hagnaður eft­ir skatta 578 millj­ón­ir króna en hann var 395 millj­ón­ir árið áður. Nem­ur aukn­ing­in 41%.

„Við erum afar stolt af þeim ár­angri sem við náðum á nýliðnu rekstr­ar­ári og get­um fyrst og fremst þakkað það af­burðastarfs­fólki og þeim gæðavör­um fyr­ir­tæk­is­ins sem ís­lensk­ir neyt­end­ur þekkja og kunna að meta,“ er haft eft­ir Andra Þór Guðmunds­syni, for­stjóra og eins eig­enda, í til­kynn­ingu frá Ölgerðinni.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar. mbl.is/​Eggert

„Við minnkuðum að auki kol­efn­is­spor fyr­ir­tæk­is­ins enn á ný og höf­um nú minnkað það um 54% frá ár­inu 2016 og höf­um þannig náð skuld­bind­ingu Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins,“ seg­ir Andri.

„Vist­fer­ils­grein­ing á umbúðum Ölgerðar­inn­ar leiðir jafn­framt í ljós mik­inn um­hverf­is­leg­an ávinn­ing af því að fram­leiða drykkjar­vör­ur hér heima á Íslandi í stað þess að flytja þær til­bún­ar inn og það er mikið ánægju­efni,“ seg­ir for­stjór­inn.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að áhrif Covid-19-far­ald­urs­ins á rekst­ur Ölgerðar­inn­ar hafi verið tals­verð á tíma­bil­inu mars - maí, eins og á flest önn­ur ís­lensk fyr­ir­tæki. „Fyr­ir­tækið nýtti sér hluta­bóta­leið stjórn­valda til að viðhalda ráðning­ar­sam­bandi og koma í veg fyr­ir stór­felld­ar upp­sagn­ir og tókst það vel. Til­slak­an­ir hafa síðan leitt til sölu­aukn­ing­ar og betri rekstr­ar og í því ljósi hef­ur Ölgerðin nú óskað eft­ir því við Vinnu­mála­stofn­un að end­ur­greiða hluta­bæt­urn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ingu Ölgerðar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK