Auglýsingastofan Pipar/TBWA hefur, ásamt stafrænu auglýsingastofunni The Engine, hlotið tilnefningu til Global Search Awards fyrir herferð Gray Line Iceland í flokknum besta PPC-herferð heims. Er um að ræða svokallaðar leitarvélaherferðir en Pipar/TBWA hlaut fyrr á þessu ári tilnefningar til samskonar verðlauna meðal norrænna og evrópskra herferða. Úrslitin verða tilkynnt næsta þriðjudag.
„Ég er fyrst og fremst stoltur af því að tilheyra þessu góða teymi sem unnið hefur að þessum herferðum og er það mikil viðurkenning fyrir okkur að fá allar þessar tilnefningar og verðlaun. Hvað þá að vera tilnefnd sem besta leitarvélaherferð heims,“ segir Hreggviður S. Magnússon, leiðtogi í stafrænni markaðssetningu hjá The Engine og Pipar/TBWA.