Pipar/TBWA tilnefnt til Global Search Awards

Haukur Jarl Kristjánsson og Hreggviður Magnússon hjá Pipar\TBWA og The …
Haukur Jarl Kristjánsson og Hreggviður Magnússon hjá Pipar\TBWA og The Engine. Ljósmynd/Aðsend

Aug­lýs­inga­stof­an Pip­ar/​TBWA hef­ur, ásamt sta­f­rænu aug­lýs­inga­stof­unni The Eng­ine, hlotið til­nefn­ingu til Global Se­arch Aw­ards fyr­ir her­ferð Gray Line Ice­land í flokkn­um besta PPC-her­ferð heims. Er um að ræða svo­kallaðar leit­ar­véla­her­ferðir en Pip­ar/​TBWA hlaut fyrr á þessu ári til­nefn­ing­ar til sams­kon­ar verðlauna meðal nor­rænna og evr­ópskra her­ferða. Úrslit­in verða til­kynnt næsta þriðju­dag.

Ég er fyrst og fremst stolt­ur af því að til­heyra þessu góða teymi sem unnið hef­ur að þess­um her­ferðum og er það mik­il viður­kenn­ing fyr­ir okk­ur að fá all­ar þess­ar til­nefn­ing­ar og verðlaun. Hvað þá að vera til­nefnd sem besta leit­ar­véla­her­ferð heims,“ seg­ir Hreggviður S. Magnús­son, leiðtogi í sta­f­rænni markaðssetn­ingu hjá The Eng­ine og Pip­ar/​TBWA.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK