Icelandair gerir samstarfssamning við easyJet

Gert er ráð fyrir að þjónustan verði virk á næstu …
Gert er ráð fyrir að þjónustan verði virk á næstu vikum og þegar markaðsaðstæður leyfa. mbl.is/Árni Sæberg

Icelanda­ir hef­ur gert sam­starfs­samn­ing við breska flug­fé­lagið ea­syJet. Með samn­ingn­um ger­ist Icelanda­ir aðili að sta­f­rænni bók­un­arþjón­ustu ea­syJet, Worldwi­de by ea­syJet. 

Með bók­un­arþjón­ust­unni geta farþegar sjálf­ir bókað flug með ea­syJet og fjöl­mörg­um sam­starfs­flug­fé­lög­um á sjálf­virk­an og ein­fald­an hátt og þannig aukið mögu­leika á tengiflugi til fjölda áfangastaða um all­an heim. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir að gert er ráð fyr­ir að þjón­ust­an verði virk á næstu vik­um og þegar markaðsaðstæður leyfa. Þá munu farþegar geta bókað flug frá áfanga­stöðum ea­syJet í Evr­ópu og áfram inn í leiðakerfi Icelanda­ir til áfangastaða bæði í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

Icelanda­ir er nú þegar í sam­starfi við önn­ur flug­fé­lög á borð við SAS, Finna­ir og air­Baltic í Evr­ópu og Jet­blue og Alaska Air­lines í Banda­ríkj­un­um. 

Worldwi­de by ea­syJet teng­ir sam­an yfir fimm þúsund flug­leiðir víða um heim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka