Rannsaka nýjan galla í 787-þotum Boeing

787-þota Japan Airlines á flugvellinum í San Francisco.
787-þota Japan Airlines á flugvellinum í San Francisco. AFP

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd rann­saka nú fram­leiðslugalla í þotum Boeing af gerðinni 787, eft­ir að flug­véla­fram­leiðand­inn til­kynnti í gær að ákveðnir hlut­ar þot­unn­ar stæðust ekki kröf­ur hans.

Í yf­ir­lýs­ingu Boeing seg­ist fyr­ir­tækið hafa metið það svo að átta þotur sem haldn­ar eru gall­an­um þurfi að gang­ast und­ir skoðun og viðgerð áður en þær geti snúið aft­ur til að þjóna flug­fé­lög­um.

Flug­fé­lög­in sem starf­rækja þot­urn­ar hafi verið lát­in vita um leið og að þot­urn­ar verði tekn­ar úr um­ferð á meðan ferlið standi yfir.

Aðrar þotur af gerðinni hafi verið metn­ar á þann veg að þær stand­ist kröf­ur um burðarþol. Verið sé að at­huga þotur í fram­leiðslu til að ganga úr skugga um að eng­ir hnökr­ar séu á þeim áður en þær verði af­hent­ar.

Gætu hafa varað í tíu ár

Á minn­is­blaði Flug­mála­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, FAA, sem dag­blaðið Wall Street Journal hef­ur aug­um litið, seg­ir að stofn­un­in gæti verið að skoða galla sem voru mögu­lega viðvar­andi í fram­leiðslunni í tíu ár.

Rann­sókn­in gæti þá leitt til frek­ari skoðana á hundruðum þotna, seg­ir í um­fjöll­un blaðsins.

Afp­ant­an­ir á 737 MAX-þot­un­um hafa að und­an­förnu hrann­ast upp hjá fram­leiðand­an­um en þær voru kyrr­sett­ar fyr­ir meira en ári eft­ir að tvö flug­slys höfðu kostað 346 manns lífið.

Áhugi kaup­enda á 787-þot­un­um hef­ur einnig dreg­ist veru­lega sam­an, en veirufar­ald­ur­inn og ferðatak­mark­an­ir sem hon­um fylgja hafa skilj­an­lega komið illa við fram­leiðand­ann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka