Hætt við kaupin á Tiffany

Ekkert verður af yfirtöku LVMH á Tiffany.
Ekkert verður af yfirtöku LVMH á Tiffany. AFP

Franska lúxusvöru­fyr­ir­tækið LVMH hef­ur hætt við yf­ir­töku á banda­ríska skart­gripa­fyr­ir­tæk­inu Tiff­any en til­boðið hljóðaði upp á 16,2 millj­arða banda­ríkja­dala.

Í til­kynn­ingu frá LVHM kem­ur fram að ákveðið hafi verið að hætta við yf­ir­tök­una vegna ým­issa atriða sem hafi dregið úr áhuga þeirra á Tiff­any & Co. Einkum og sér í lagi hót­ana banda­rískra yf­ir­valda um að leggja tolla á fransk­ar vör­ur.

Stjórn Tiff­any er afar ósátt við ákvörðun franska fyr­ir­tæk­is­ins og hót­ar því að knýja fram samruna með aðstoð dóm­stóla. 

LVMH seg­ir að það hafi fengið bréf frá franska ut­an­rík­is­ráðherr­an­um, Jean-Yves Le Dri­an, þar sem mælt var gegn samrun­an­um vegna hót­ana frá for­seta Banda­ríkj­anna um að setja tolla á fransk­ar vör­ur. Eins hafi Tiff­any farið fram á að loka­dag­setn­ingu samrun­ans yrði frestað. Að þessu gefnu er ómögu­legt fyr­ir LVMH að ljúka samrun­an­um.

Franski auðmaður­inn Bern­ard Jean Étienne Arnault er stjórn­ar­formaður LVMH og aðal­eig­andi en meðal vörumerkja fyr­ir­tæk­is­ins eru merki eins og Lou­is Vuitt­on, Dior og Moët & Chandon. Tiff­any er eitt þekkt­asta skart­gripa­fyr­ir­tæki heims og er heimsþekkt fyr­ir gift­ing­ar­hringi og dem­anta. Fyr­ir­tækið var stofnað árið 1837 og eru höfuðstöðvar þess við Fifth Avenue í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK