Apple hannar sérstaka grímu fyrir starfsmenn

Starfsmaður Apple tekur á móti viðskiptavinum í Singapúr í dag. …
Starfsmaður Apple tekur á móti viðskiptavinum í Singapúr í dag. Nýju grímurnar eru ekki komnar í notkun enn. AFP

Tækn­iris­inn Apple hef­ur þróað grím­ur sem fyr­ir­tækið er byrjað að dreifa til starfs­manna sinna á skrif­stof­um og í versl­un­um, til að tak­marka út­breiðslu far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar.

Grím­an er sú fyrsta sem Apple býr til fyr­ir starfs­fólk sitt, en til þessa hef­ur fyr­ir­tækið út­vegað grím­ur sem hannaðar voru og fram­leidd­ar af öðrum.

Þá hef­ur Apple áður fram­leitt and­litsvörn fyr­ir starfs­fólk í heil­brigðis­geir­an­um og dreift millj­ón­um gríma í því skyni, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Bloom­berg.

Nýja grím­an, sem ber heitið Face Mask, hef­ur verið þróuð af verk­fræði- og iðnhönn­un­ar­deild­um fyr­ir­tæk­is­ins, sem eru sömu deild­ir og vinna að þróun tækja á borð við iP­ho­ne og iPad.

Grím­an er þriggja laga og get­ur verið þveg­in og notuð aft­ur að minnsta kosti fimm sinn­um, seg­ir í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til starfs­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK