Einu félagi lokað og 14 viðvaranir

Far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar hef­ur haft áhrif á skatteft­ir­lit á ár­inu þar sem farn­ar hafa verið tölu­vert færri eft­ir­lits­ferðir á vinnustaði og í fyr­ir­tæki en áður.

Vett­vangs­eft­ir­lit Skatts­ins hef­ur heim­sótt 1.453 fyr­ir­tæki það sem af er ár­inu. Í þess­um heim­sókn­um hafa ekki verið gerðar at­huga­semd­ir í 959 til­fell­um. Í 130 heim­sókn­um hafa verið gerðar munn­leg­ar at­huga­semd­ir að því er seg­ir í skrif­legu svari Krist­ín­ar Gunn­ars­dótt­ur sér­fræðings hjá Skatt­in­um.

Veitt hafa verið 85 til­mæli um úr­bæt­ur og hafa þau til­mæli verið ít­rekuð í 34 skipti. Einu fé­lagi hef­ur verið lokað en 14 fé­lög hafa fengið viðvör­un í þá veru.

Gæta þarf að því að öll­um regl­um sé fylgt um sótt­varn­ir

„Covid-far­ald­ur­inn hef­ur óneit­an­lega haft áhrif á eft­ir­litið þar sem gæta þarf að því að öll­um regl­um um sótt­varn­ir sé fylgt í hví­vetna í slík­um heim­sókn­um. Slíkt hef­ur m.a. haft þau áhrif að heim­sókn­um í fyr­ir­tæki hef­ur fækkað en til sam­an­b­urðar voru heim­sókn­ir á sama tíma­punkti í fyrra orðnar rúm­lega 2.000,“ seg­ir Krist­ín.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK