Erna ráðin til Mjólkursamsölunnar

Erna Bjarnadóttir.
Erna Bjarnadóttir. Ljósmynd/Aðsend

Erna Bjarna­dótt­ir hag­fræðing­ur hef­ur verið ráðin verk­efna­stjóri á rekstr­ar­sviði hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni. Hún starfaði áður sem hag­fræðing­ur og aðstoðarfram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­taka Íslands í 20 ár auk þess sem hún sat í stjórn Ari­on banka (áður Nýja Kaupþing) 2008 til 2010.

„Ég er mjög spennt fyr­ir nýj­um áskor­un­um. Mjólk­ur­sam­sal­an er eitt stærsta afurðasölu­fyr­ir­tæki lands­ins í eigu bænda og hér eru gríðarlega fjöl­breytt og krefj­andi verk­efni. Ég hlakka mjög til að kynn­ast starf­sem­inni og leggja mitt að mörk­um,“ er haft eft­ir Ernu í til­kynn­ingu frá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

„Það er feng­ur að því að fá Ernu inn í fyr­ir­tækið. Hún hef­ur dýr­mæta reynslu sem mun nýt­ast okk­ur vel,“ er haft eft­ir Pálma Vil­hjálms­syni aðstoðarfor­stjóra Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar.

Erna er bú­fræðikandí­dat frá Hvann­eyri, með meist­ara­gráðu í hag­fræði frá Uni­versity Col­l­e­ge of Wales og diplóma í op­in­berri stjórn­sýslu frá Há­skóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK