Fer fram á gjaldþrotaskipti Play

Forstjóri Play segir að krafan muni engin áhrif hafa á …
Forstjóri Play segir að krafan muni engin áhrif hafa á rekstur félagsins. Haraldur Jónasson/Hari

Krafa var lögð fram í dag í Héraðsdómi Reykja­ness þar sem farið var fram á gjaldþrota­skipti flug­fé­lags­ins Play. Arn­ar Már Magnús­son, for­stjóri Play, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is. Arn­ar seg­ir að þetta muni ekki hafa áhrif á rekst­ur fé­lags­ins og seg­ir í til­kynn­ingu hans til fjöl­miðla að „Play sé komið til að vera“.

Kraf­an um gjaldþrota­skipt­in er lögð fram af Boga Guðmunds­syni, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra sölu- og markaðssviðs Play. Í frétt Frétta­blaðsins um málið er full­yrt að krafa Boga hljóði upp á um 30 millj­ón­ir króna vegna van­gold­inna launa og láns sem Bogi veitti fé­lag­inu.

Arn­ar Már seg­ir hins veg­ar bæði í sam­tali við mbl.is og í frétta­til­kynn­ingu að öll laun til Boga hafi verið greidd ásamt upp­sagn­ar­fresti. Aðspurður vildi Arn­ar ekki tjá sig um ástæðu þess að Boga var sagt upp.

Arn­ar seg­ir í til­kynn­ingu sinni að sárt sé að Bogi „bregði fæti fyr­ir fyrr­um liðsfé­laga sína með kröf­um sem eru úr lausu lofti gripn­ar“.

Til­kynn­ing Play í heild sinni:

Yf­ir­lýs­ing vegna kröfu Boga Guðmunds­son­ar á hend­ur PLAY

Okk­ur þykir auðvitað leitt að það hafi komið til þess að Bogi hafi ákveðið að fara þessa leið gegn fé­lag­inu og okk­ur fyrr­ver­andi sam­starfs­fé­lög­um hjá PLAY. Við unn­um náið sam­an að því að koma PLAY á lagg­irn­ar og lögðum mikið und­ir þegar unnið var myrkr­anna á milli. Það varð hins­veg­ar ljóst í aðdrag­anda þess að nýir hlut­haf­ar komu að fé­lag­inu að Bogi ætti ekki leng­ur sam­leið með PLAY. Bogi hef­ur hins­veg­ar ekki fellt sig við þá staðreynd að hans áform gengu ekki upp. Laun Boga hafa verið gerð upp auk upp­sagn­ar­frests en hann vill meira og krafa þessi er liður í því. Það er því sárt að Bogi skuli reyna að bregða fæti fyr­ir fyrr­um liðsfé­laga sína með kröf­um sem eru úr lausu lofti gripn­ar. 

End­ur­skoðandi fé­lags­ins hef­ur staðfest rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins og að fé­lagið geti staðið und­ir þeim skuld­bind­ing­um sem það hef­ur tekið sér á hend­ur.

Við ósk­um þess inni­lega að Bogi finni sér já­kvæðari og sann­gjarn­ari far­veg í líf­inu. PLAY er komið til að vera. Nú eru 36 starfs­menn hjá fé­lag­inu, allt að verða til­búið fyr­ir fyrsta flugið. Við bíðum aðeins eft­ir því að slakað verði á sótt­vörn­um og að við fáum að þjón­usta viðskipta­vini okk­ar á grunni sann­gjarnra leik­reglna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK