Margir horfa á 11.000 stigin

Sú ákvörðun að setja Tesla ekki inn í S&P 500 …
Sú ákvörðun að setja Tesla ekki inn í S&P 500 hafði áhrif á verð bréfa félagsins. AFP

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hafa lækkað snarpt síðustu daga, og hefur mikil lækkun á bréfum tæknifyrirtækja vakið athygli. Þannig lækkaði gengi bílaframleiðandans Tesla um 21% sl. þriðjudag.

Hallsteinn Arnarson, sérfræðingur í greiningum á fjármálamörkuðum hjá IFS ráðgjöf, segist í samtali við Morgunblaðið telja, að fari svo að NASDAQ 100-vísitalan, sem inniheldur hlutabréf 100 stærstu fyrirtækjanna í NASDAQ-kauphöllinni, að fjármálafyrirtækjum undanskildum, lækki sannfærandi undir 11.000 stig sé líklegt að frekari lækkanir fylgi í kjölfarið. Margir markaðsaðilar horfi til þess gildis.

„Nú eru hlutabréf sex fyrirtækja með meira en 3% vægi í NASDAQ 100-vísitölunni: Apple, Amazon, Microsoft, Facebook, Alphabet A og Alphabet C. Vanalega er verð hlutabréfa tæknifyrirtækja leiðandi fyrir hlutabréfamarkaðinn í heild vestra og hlutabréfaverð þessara sex fyrirtækja, auk Tesla, hefur átt mikinn þátt í hækkunum frá því í mars á þessu ári. Hlutabréf Apple hafa mest vægi í NASDAQ 100-vísitölunni eða tæplega 13,6% og samanlagt vægi allra sex er 47%,“ segir Hallsteinn.

Nokkrir þættir hafa áhrif

Að sögn Hallsteins er hægt að tína til nokkra þætti sem eflaust eigi þátt í lækkuninni á mörkuðum undanfarið. Megi þar nefna útgáfur jöfnunarhlutabréfa (e. stock splits) hjá Apple og Tesla og einnig þá ákvörðun á dögunum að hlutabréf Tesla yrðu ekki tekin inn í S&P 500-vísitöluna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK