Poul ráðinn tryggingastærðfræðingur hjá VÍS

Poul Christoffer Thomassen.
Poul Christoffer Thomassen. Ljósmynd/Aðsend

Poul Chri­stof­fer Thomassen hef­ur verið ráðinn trygg­inga­stærðfræðing­ur hjá Vá­trygg­inga­fé­lagi Íslands (VÍS), þar sem hann mun meðal ann­ars koma að rekstri vá­trygg­inga, af­komu þeirra og bera ábyrgð út­reikn­ingi vá­trygg­inga­skuld­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá VÍS.

Þá mun hann starfa náið með áhættu­stýr­ingu til þess ganga úr skugga um að áhættu­stýri­kerfi fé­lags­ins sé skil­virkt, sér í lagi varðandi út­reikn­ing áhættu vegna gjaldþolskrafna og vegna eig­in áhættu- og gjaldþols­mats.

Poul, sem er frá Fær­eyj­um, hef­ur fjöl­breytta reynslu sem trygg­inga­stærðfræðing­ur. Meðal ann­ars var hann trygg­inga­stærðfræðing­ur hjá danska  trygg­inga­fé­lag­inu Quodos, leiddi trygg­inga­fræðilegt ráðgjaf­art­eymi hjá Deloitte í Dan­mörku og var fram­kvæmda­stjóri áhættu­stýr­ing­ar hjá TF Hold­ing. Poul er með Cand. Act-gráðu í trygg­inga­stærðfræði  frá Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla (Kø­ben­havns Uni­versitet), ásamt fram­halds­mennt­un í  viðskipta­fræði (HD1) frá Viðskipta­há­skól­an­um  í Kaup­manna­höfn (Copen­hagen Bus­iness School). Hann er jafn­framt með CERA-vott­un sem er alþjóðleg vott­un í áhættu­stýr­ingu fyr­ir trygg­inga­stærðfræðinga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK