Ríkið greiði 42 milljónir til þrotabús DV

Frá Héraðsdómi Reykjavíkur.
Frá Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á að rifta hluta af greiðslu skulda þrotabús DV við íslenska ríkið, sem fór fram í tvennu lagi. Alls er um 125 milljóna kr. upphæð að ræða en dómstóllinn féllst á að rifta 40 milljóna kr. greiðslu, en hafnaði kröfu um riftun fyrri greiðslunnar sem nam um 85 milljónum kr. Þrotabúið höfðaði málið í nóvember 2018.

Er ríkinu því gert að greiða þrotabúi DV 40.946.694 krónur og 1.100.000 krónur í málskostnað.

Héraðsdómur hefur ennfremur hafnað kröfu þrotabús Pressunnar um riftun greiðslu skulda við ríkið, en upphæðin nam um 70 milljónum kr., en málið var höfðað í ágúst 2018. 

Þrotabú DV krafðist þess að rift yrði með dómi greiðslum inn á skuldir þess við ríkið, samtals  að  fjárhæð  125.946.684  krónur,  annars  vegar  greiðslu  að  fjárhæð  85.000.000 króna sem greidd var 13. janúar 2017, en bókuð sem greiðsla á skuldum þrotabúsins 18. maí sama ár, og hins vegar greiðslu skulda að fjárhæð 40.946.684 krónur sem innt var af hendi  8.  september  sama  ár.  

Í máli DV var deilt um kröfu þrotabúsins um greiðslu skulda þrotamanns, sem fór fram í tvennu lagi sem fyrr segir. 

Síðari greiðslan greidd af þrotabúinu með láni frá móðurfélaginu

Héraðsdómur hafnaði kröfu um riftun fyrri greiðslunnar þar sem ósannað þótti að greiðslan hafi verið innt af hendi með fjármunum þrotabúsins sjálfs eða á annan hátt haft áhrif á fjárhagsstöðu þess eða stöðu annarra kröfuhafa.

Hins vegar var talið sannað að síðari greiðslan hafi í raun verið greidd af þrotabúinu sjálfu með láni frá Pressunni ehf., móðurfélagi þess, sem endurgreitt hafi verið skömmu síðar. Greiðslan fór fram þegar minna en sex mánuðir voru til frestdags og önnur skilyrði laga um gjaldþrotaskipti jafnframt talin vera uppfyllt. Féllst því héraðsdómur á riftun þeirrar greiðslu og kröfu þrotabúsins um greiðslu sömu fjárhæðar með dráttarvöxtum frá þeim tíma þegar mánuður var liðinn frá yfirlýsingu um riftun.

Hafnað að greiðslan hefði verið ótilhlýðleg

Þrotabú Pressunnar krafðist þess að rift yrði með dómi greiðslum inn áskuldir þess við ríkið , samtals  að  fjárhæð  70.787.549  krónur,  annars  vegar  greiðslu  að  fjárhæð  1.599.049 krónur sem greidd var 13. janúar 2017, en bókuð inn á skuldir þrotabúsins hjá ríkinu þann 18. maí 2017, og hins vegar greiðslu að fjárhæð 69.188.500 krónur, sem greidd var 18. apríl 2017 en bókuð inn á skuldir ríkisins þann 18. maí 2017. 

Héraðsdómur hafnaði kröfunni, sem fyrr segir. Var fyrri greiðslan talin hafa verið greidd þegar meira en sex mánuðir voru til frestdags enda þótt greiðslan hefði verið bakfærð síðar og ráðstafað á til greiðslu annarra skulda þrotabúsins við ríkið. Féll greiðslan því utan þess tímabils sem riftunarheimild laga um gjaldþrotaskipti tekur til. Jafnframt var því hafnað að greiðslan hafi verið ótilhlýðileg og að ríkið hafi verið grandsamt um það. 

Loks var hafnað riftun síðari greiðslunnar þar sem ósannað þótti að greiðslan hafi verið innt af hendi með fjármunum þrotabúsins eða á annan hátt haft áhrif á fjárhagsstöðu þess eða stöðu annarra kröfuhafa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK