Samkvæmt öruggum heimildum mbl.is mun Eftirlaunasjóður íslenskra atvinnuflugmanna taka þátt í yfirstandandi hlutafjárútboði Icelandair. Sjóðurinn er þegar lítill hlutafi í félaginu, en ekki hefur fengist staðfest hversu marga hlutir sjóðurinn kaupir.
Hlutafjárútboð Icelandair hófst í gærmorgun og lýkur kl 16:00 í dag. Áformar Icelandair að safna 20 milljörðum króna í útboðinu til að koma félaginu í gegnum erfiðleika í rekstri í tengslum við Covid-19-faraldurinn.