Birta tók heldur ekki þátt í útboði Icelandair

Birta lífeyrissjóður tók ekki þátt í útboði Icelandair.
Birta lífeyrissjóður tók ekki þátt í útboði Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Birta lífeyrissjóður tók ekki þátt í hlutafjárútboði Icelandair, en lífeyrissjóðurinn er fyrir útboðið fjórði stærsti hluthafi Icelandair með 7,07% hlut. Þar með er ljóst að tveir af fjórum stærstu hluthöfum félagsins tóku ekki þátt í útboðinu, auk þess sem PAR investment, bandarískur fjárfestingasjóður sem var um tíma stærsti hluthafinn, en er nú næst stærsti hluthafinn, hefur undanfarna mánuði selt sig niður í Icelandair.

Greint er frá ákvörðun Birtu á heimasíðu sjóðsins, en þar kemur fram að samstaða hafi verið um þessa ákvörðun hjá bæði starfsmönnum og stjórn félagsins eftir ítarlega skoðun á málinu „þar sem mörg fagleg sjónarmið vógust á.“

Fyrr í dag var greint frá að Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefði ekki tekið þátt í útboðinu, en sjóðurinn er stæsti hluthafi Icelandair. Þá hefur komið fram að Lífeyrissjóður starfsamanna ríkisins hafi skuldbundið sig fyrir um tveggja milljarða króna hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK