Boðar langtíma orkustefnu Íslands fyrir mánaðarlok

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á Iðnþingi …
Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, á Iðnþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ferðamála-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, boðaði á Iðnþingi í dag að gef­in yrði út lang­tíma orku­stefna fyr­ir Ísland í þess­um mánuði. Þar væri grund­völl­ur­inn sjálf­bærni í orku­mál­um til framtíðar.

Þetta er fyrsta orku­stefna Íslands, en þver­póli­tísk vinna hef­ur verið í gangi í takt við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar þar sem þetta kem­ur fram um orku­stefn­una:

„Lang­tíma­orku­stefna verður sett á kjör­tíma­bil­inu í sam­ráði við alla þing­flokka. Í orku­stefnu verði byggt á áætlaðri orkuþörf til langs tíma miðað við stefnu stjórn­valda, til að mynda um orku­skipti, og hvernig megi tryggja raf­orku­fram­boð fyr­ir al­menn­ing og at­vinnu­líf. Eig­enda­stefna Lands­virkj­un­ar mun taka mið af orku­stefn­unni.“

Málið kom inn í sam­ráðsgátt í sept­em­ber 2018 og var til um­sagn­ar til fe­brú­ar 2019. Í kynn­ingu sem sett var fram í tengsl­um við vinn­una kom fram að þetta ætti að vera inni­hald orku­stefn­unn­ar:

  • Orku­stefna þarf að svara hvernig við upp­fyll­um orkuþörf og orku­ör­yggi með ábyrg­um hætti.
  • Orku­stefna þarf að fjalla ít­ar­lega um flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku.
  • Orku­stefna þarf að styðja við skyn­sam­lega at­vinnu­stefnu og líta á sam­spil orku­mála við aðrar lyk­il­at­vinnu­grein­ar.
  • Orku­stefna þarf að styðja við aðgerðir um orku­skipti og aðgerðir á sviði lofts­lags­mála.
  • Orku­stefna þarf að huga að mögu­leik­um nýrr­ar tækni við orku­vinnslu, m.a. Mögu­leika á sviði vindorku, djúp­bor­un og sjáv­ar­falla­orku.
  • Áhersl­ur í orku­stefnu eiga að end­ur­spegla þrjár vídd­ir sjálf­bær­ar þró­un­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK