Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, boðaði á Iðnþingi í dag að gefin yrði út langtíma orkustefna fyrir Ísland í þessum mánuði. Þar væri grundvöllurinn sjálfbærni í orkumálum til framtíðar.
Þetta er fyrsta orkustefna Íslands, en þverpólitísk vinna hefur verið í gangi í takt við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem þetta kemur fram um orkustefnuna:
„Langtímaorkustefna verður sett á kjörtímabilinu í samráði við alla þingflokka. Í orkustefnu verði byggt á áætlaðri orkuþörf til langs tíma miðað við stefnu stjórnvalda, til að mynda um orkuskipti, og hvernig megi tryggja raforkuframboð fyrir almenning og atvinnulíf. Eigendastefna Landsvirkjunar mun taka mið af orkustefnunni.“
Málið kom inn í samráðsgátt í september 2018 og var til umsagnar til febrúar 2019. Í kynningu sem sett var fram í tengslum við vinnuna kom fram að þetta ætti að vera innihald orkustefnunnar: